Sunday, March 26, 2006

 

Í minningu fjölskyldunnar köldu


Hérna eru systurnar sætu með nágrönnum, nýbúnar að skapa heila fjölskyldu. Nú er snjókallafjölskyldan fallega reyndar ekki lengur meðal oss - heldur bráðnuð. Um helgina var garðurinn hins vegar notaður í fótbolta, tennis, kofaleik o.fl. Þess má geta að kokteilsósan svokallaða sem sést efst til vinstri á myndinni er nú í extreme makeover - að verða voða flott hús. Jæja, nú er 24 í gangi og mikilvægt að fylgjast með hetjuskap Bauer og félaga: "We don´t know when or where they are going to hit us next - one hostile down - secure the perimeter!!!! This is an order from the President of the United States of America" Það er ótrúlegt hvað maður lætur bjóða sér upp á mikla vellu. OMG crap crap crap. Góðar stundir

Saturday, March 11, 2006

 

Artí fartí hvað?
























Nú er sumsé laugardagskvöld og eftir dásamlega mjólkurkálfssteik og bokku af Brolio er húsfreyjan dottin í það verkefni að skipuleggja og merkja myndir á tölvunni og gera klárar fyrir prentun. Hér eru myndir sem hjónunum heimakæru þykja fremur flottar, teknar í Boston, Köben og Reykjavík.

Ótrúlegt hvað helgar án stórkostlegra plana eru góðar. Buðum okkur í bröns til Stínu og Míu, horfðum á fótboltaæfingu hjá ISE og vorum bara að plebbast eitthvað. Alveg hreint dásamlegt. Spurning hvort feðginin fari bara ekki í sunnudagaskólann á morgun!



Erum við að tala um fyrirmyndarbarn eða hvað???? Bara spyr.

 

Spurning hvort þetta takist !?!

 

Þessi mynd var tekin þegar við fengum Önnu og Birnu í smá orlof um daginn á meðan foreldrar þeirra fögnuðu útskrift. Er að prófa að setja inn mynd beint úr Picasa2 Posted by Picasa

This page is powered by Blogger. Isn't yours?