Friday, February 02, 2007

 

Janúar

Það er eins og gerst hefði í gær...... að frúin setti á nýstofnaða síðuna myndir frá átta ára afmæli frumburðarins. Nú er víst liðið heilt ár síðan og gott betur og stúlkan orðin níu ára. Hvurslags eiginlega ofstopans hraði er þetta? Að sjáfsögðu var heill dagur tekinn í fögnuð með vinum og vandamönnum og var stúlkukindin bara glöð með þetta allt. Það er ýmislegt sem níu ára skjátur geta sem ekki var séns á fyrir ári síðan. T.d. hefur leyfilegur hjól- og labbradíus stækkað heilmikið, það er hægt að fara í sumarbúðir, lesa heilu bækurnar sér til skemmtunar, dansa og syngja á dönsku, elda alls konar mat o.fl. ofl.........
Annars leið janúar bara eins og óð fluga án þess að frúin tæki eftir því. Alltaf nóg að gera hjá öllum og einhvern veginn gleymdist þessi síða í öllum hasarnum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?