Monday, June 04, 2007

 

Vík

Hér eru myndir frá Vík í Mýrdal en þar eyddi fjölskyldan síðustu helgi í góðra vina hópi.


Eins og systra er siður var töluvert kítað um það hvor ætti að fá að sofa í efri kojunni í þessar tvær nætur. En Inga hefur ráð undir rifi hverju og bauð Kötu hundraðkall fyrir það að fá að sofa báðar næturnar í efri kojunni. Þessi hundraðkallasöfnunaráráttu Kötu hófst um daginn þegar hún neitaði að vakna nema pabbi hennar borgaði henni hundraðkall. Nú er sumsé allt falt fyrir hundraðkall. Gott að hafa það bak við eyrað fyrir þá sem stundum standa ráðþrota fyrir þvermóðsku þeirar stuttu. Þetta trikk ætti að að sjálfsögðu vera í öllum betri uppeldisbókum.


Í garðinum við húsið í Vík var þessum litla unga bjargað upp í hreiðrið sitt.


Friday, June 01, 2007

 

Góðir dagar í blíðunni




Mikil útivera. Mikið gaman. Mikið stuð.
Þó að hitinn hafi verið 16-17° í fyrradag þegar myndin á Hamrinum var tekin fannst Ingibjörgu samt nauðsynlegt að vera með húfu. Hún ætlaði greinilega ekki að vera á eyrunum.


 

Sullustuð

Ekki leiðinlegt að fá að skvetta og stökkva að vild án þess að fullorðna fólkið sé vælandi yfir brussuskapnum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?