
Jæja, frúin hefur ekkert verið að kafna úr ritgleði að undanförnu. Sosum litið að frétta úr kotinu. Kiðin stækka og læra meiri stæla. Foreldrarnir reyna að hafa stjórn á þeim og halda einhverri reglu á lífinu. Til að brjóta upp hversdaginn var samt farið í Selvík í dymbilvikunni þar sem reynt var að slaka á eins og kostur er (miðað við það að bóndinn tók 2007 stílinn á fríið og var í símanum ALLAN tímann fyrir utan smá pásur sem hann tók til að sinna gestum sem bar að garði en það voru Hlyngerðingar og Fagrir kinnungar).

Hérna er Elín Helga í góðu stuði. Það er miklu meira gaman að fíflast og henda dótinu sínu á gólfið heldur en að borða matinn sinn. Daman er ekki fyrr búin í 7 mánaða skoðun þegar hún á að fara í 8 mánaða skoðun á næstunni. Hún stækkar og styrkist eins og égveitekkihvað og er sífellt að læra ný trikk.

Hérna er syfjaðar stelpur á páskadagsmorgun. Loksins búnar að finna eggin eftir langa og stranga leit og tilbúnar í át dagsins. Fjölskyldan fór venju samkvæmt í hádegismatarboð og kvöldmatarboð og fór létt með að hamra framan í sig hinum ýmsu réttum, steikum, kökum, gúmmulaði og súkkulaði stanslaust í 12 klst.

Hér er fjölskyldan með vinafólki í nágrenni Akureyrar um daginn. Þarna var farið á vélsleða, hangið í slöngum og farið á stiga-sleða. Stelpurnar elska Akureyri og Kata var farin að plana framtíð fjölskyldunnar fyrir norðan en daman ætlaði að flytja frá Austurgötu í Austurbyggð og búa þar í næsta húsi við Katrínu og Sesar.
Já, svona er nú það.