Wednesday, December 09, 2009
Allt að koma
Jæja, nú á að halda soldið áfram. Já sumsé ........... það sem hefur gerst frá því frá var horfið er margt og mikið. sumarið var yndi, frúin er orðin hálfsjötug, Ella er orðin 15 mán, hleypur um allt, klifrar í sófum og fiktar í öllu og dreifir um híbýlin, herrann er orðin þrjátíuogsex og ennþá er hann í sama vinnuruglinu (t.d. ekki kominn heim núna kl. 22 að kveldi dags), Kata er í miklu stuði yfirleitt en doldið mikið í dramanu, slasar sig lífshættulega nánast daglega og lætur mikið í sér heyra (liggur reyndar núna sofandi eins og engill með tómt súkkulaðidagatal sér við hlið) og síðast en ekki síst hún Ingibjörg okkar Sóley snillingurinn er námshestur mikill og badmintonstjarna upprennandi og yfirleitt svona mellótýpa sem er bara í góðum málum (Inga er doldill gaufari eins og móðir sín og er núna ennþá á vappi að tékka á þessum skrifum en ætti auðvitað að vera komin í bólið). Já svona erum málum háttað hjá fjölskyldunni núna.