Tuesday, January 31, 2006

 

Kona?

Nú er u.þ.b. 10 mínútur síðan húsfreyjan fjárfesti í Langerma Náttkjól (er ekki annars bara menningarlegt að nota svona hástafi með – a la Steinunn Sig.) í Lífsstykkjabúðinni. Silki – voða notalegur. Síðan hefur hún verið að velta fyrir sér hvort þetta þýði e.t.v. að nú sé hún stigin að fullu yfir þröskuldinn: Að vera orðin Kona (!?!?) Rökin með: 1) Náttkjóllinn, 2) Fer út að borða – voða gaman en langar mest heim kl. 1, 3) Ætlar upp í sveit í bústað með eiginmanni og börnum um helgina og býður engum með nema e.t.v. vinkonu dóttur sinnar – hlakkar mikið til – tekur líklega ekki einu sinni bjór með, 4) Eldar yfirleitt kvöldmat “from scatch” og vill hafa fínt heima hjá sér – getur t.d. ekki setið í sófanum kyrr ef vasinn í glugganum er ekki akkúrat í miðjunni. Rökin á móti: 1) Er í Pæjufélagi Íslands (π), 2) Er að fara á förðunarnámskeið, 3) Getur samt ennþá yfirleitt djammað með glöðu geði leeeengi frameftir, 4) Finnst hún stundum gelgjuleg þegar hún talar við sér yngra fólk.
Kannski ekki bráðnauðsynlegt að skera úr um það hvoru megin maður er? Eða hvað?

Þegar konan (eða ekki?) var búin að gera þennan stórmerku innkaup fór hún yfir götuna í Vísi. Þar sem nú er nýhafið orkuátak 2006 – og þar sem keyptar höfðu verið pulsur með öllu á leiðinni heim úr foreldraviðtalinu klukkustund áður – ákvað konan? að vera alveg ótrúlega dönnuð og kaupa marsípanbrauð fyrir sig og starfsfélaga, minni gerðina sko – frá herra Berg. Möndlur eru víst svo ofsalega hollar og fullar af kalki.

Af foreldraviðtalinu er það að segja að dóttirin er auðvitað til fyrirmyndar í alla staði – nema hvað?

Innlegg: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?