Thursday, January 26, 2006
Tilraun til heilsubótar
Þegar maður er aleinn í vinnunni getur verið gott að kíkja aðeins út í hádeginu til að sjá a.m.k. annað fólk. Þó að maður fari út með fögur fyrirheit um heilsubótargöngu – jafnvel hetjugöngu – vill það oft verða svo að á vegi manns verða afar spennandi tilboð í búðargluggum. Datt m.a. inn á mjög skemmtilega útsölu hjá Frú Fiðrildi sem, eins og margir vita, er ein af uppáhaldsbúðum húsfreyjunnar. Keypti svo hollan hádegismat í Sælkerabúðinni (það er nefninlega alveg ótrúlega gott salatið sem þar fæst – sérstaklega ef maður gluðar vel af bleiku sósunni yfir- þetta eru auðvitað bara snillingar þarna í þessari búð). Datt þá í hug að birgja heimilið upp af amaranth-hrökkbrauði og fleira hollmeti í heilsubúðinni Klapparstíg. Svo smá innlit í Pipar og salt. Afrek dagsins: ganga: ca. 300 metrar, tími í búðum: ca. 50 mín., peningum eytt: no comment. Svo er gott að hugga sig með því að maula Maryland.
Á morgun er kominn nýr dagur...
Á morgun er kominn nýr dagur...