Tuesday, February 14, 2006
Draugurinn ógurlegi

Það var einu sinni draugur. En þetta var kannski ekki venjulegur draugur. Heldur var þetta hræðslu-draugur. En hann var samt engin hræðsla. Hann átti heima í draugakastala. Á hverri nóttu komu allir draugar þangað. Allir voru hræddir við þá því þeir ætluðu að búa til eplaát og eplablóð úr þeim.
Dag einn náðu þeir manni. Þeir búðu til eplablóð. Daginn eftir vöknuðu 3 strákar það var ripp, rapp og rupp. Þeir heyrðu í fréttunum að maður hafði týnst í draugahöll. Þeir vildu kanna þetta. Þeir pökkuðu niður í töskur og fóru að sofa. Þeir vöknuðu klukkan 7:00. Skelltu í sig morgunmatnum og lögðu af stað. Þeir komu að höllinni. Þeir voru hræddir og vissu ekki hver ætti að fara fyrstur inn. En svo sagði Ripp: "Eigum við ekki bara að fara saman?" Það gerðu þeir. Þeir bönkuðu á hurðina og þá kom kom svarti draugur til dyra og þeir vissu ekki hver þetta var. Þeir komust inn og fundu manninn og á leiðinni út sáu þeir svarta drauginn. Draugurinn ógurlegi hræddi þá alla leiðina heim til sín. Svo sögðu þeir öllum að þeir fóru inn í höllina og sáu drauga.
Höfundur: Ingibjörg Sóley