Friday, February 24, 2006
Nýtt húsdýr á Austurgötunni

Þetta verður nú að teljast með sætari rándýrum. Annars er undirbúningur fyrir öskudaginn fyrir löngu hafinn á heimilinu. Ingibjörg ætlar að vera norn fyrir hádegi en bíll (þ.e. annar helmingurinn) eftir hádegi. Hæfileikarík? - ekkert landsbyggðarfrík.
Þess má geta að ljónið grimma var í sundi í gær með systur og frændum og frænku. Eftir margar salíbunur í rennibrautinni fékk húsmóðirin loksins að hvíla lúin bein í barnapottinum. Ekki var liðin ein mínúta þegar ljónið sagði hátt og snjallt svo örugglega allir heyrðu: "Mamma ég pissaði í sundið. En það er sko allt í lagi. Við setjum sundbolinn minn bara í þvottavélina". Svona hátterni virkar kannski fínt í frumskóginum - ekki svo sérlega vel í Suðurbæjarlauginni.
Innlegg:
<< Home
Þvílíkt krútt...
Get alveg ímyndað mér að allir í lauginni hafi heyrt. Að minnsta kosti ef hún hefur verið á sömu volume-stillingu og í Fjarðarkaup um daginn.
Senan:
Kata er með sleikjó í Fjarðarkaup.
Lítil stelpa á Kötu aldri er með foreldrum sínum í Fjarðarkaup, situr í innkaupakerrunni og verður starsýnt á Kötu og sleikjóinn.
Kata tekur eftir þessu og segir hátt og snjallt: "ohhhh, nammmmm hvað þessi sleikjó er góður"
Hún er nátt´lega snillingur barnið.
Post a Comment
Get alveg ímyndað mér að allir í lauginni hafi heyrt. Að minnsta kosti ef hún hefur verið á sömu volume-stillingu og í Fjarðarkaup um daginn.
Senan:
Kata er með sleikjó í Fjarðarkaup.
Lítil stelpa á Kötu aldri er með foreldrum sínum í Fjarðarkaup, situr í innkaupakerrunni og verður starsýnt á Kötu og sleikjóinn.
Kata tekur eftir þessu og segir hátt og snjallt: "ohhhh, nammmmm hvað þessi sleikjó er góður"
Hún er nátt´lega snillingur barnið.
<< Home