Monday, February 06, 2006

 

Íþróttameiðsl

Það er ekki tekið út með sældinni að vera íþróttahetja (fyrir þá sem ekki vita er heilsuátakið sem hófst í sept ´05 komið í gang núna eftir ca. 5 mánaða pásu). Maður getur t.d. dottið niður stiga á leiðinni á æfingu kl. 6 að morgni. Einmitt það kom fyrir húsfrúna hafnfirsku í morgun. Í tilraun sinni til að læðast út án þess að raska ró heimilisfólksins læddist frúin niður stigann í myrkrinu. Eitthvað hefur hún verið utan við sig. Hún hélt sumsé að hún væri að fara að stíga á gólfið þegar hún flaug hjólandi í loftinu niður í holið og hvolfdi úr íþróttatöskunni. Skellurinn vakti ekki bara manninn í kjallaranum heldur líka eiginmanninn í risinu. Nú er frúin að drepast í ristinni og getur varla gengið. Þetta hefur maður upp úr því að vera að stunda þessa leikfimi.

Innlegg:
Það er kúl að vera með íþróttameiðsl. Amk betra en að vera með t.d. átmeiðsl.
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?