Tuesday, February 14, 2006

 

Svefngalsi


Það getur verið mjög flókið og erfitt að fara að sofa. Það geta skyndilega komið upp mjög brýn verkefni sem þola enga bið. Dæmi um slík er t.d.

að taka ALLT upp af gólfinu og raða í hillur, skúffur og skápa,

að kanna fjöðrun í dýnu í hjónarúmi,

að greiða hárið,

að sýna leikrit eða söngleik,

að kvarta undan strákum sem stríða í leikskóla eða skóla,

að raða í skólatöskuna

PS. Hrós vikunnar fær amma Inga fyrir að hafa farið til London að dansa í balletsýningu, komin á sjötugsaldurinn. Nánar hér.


Innlegg: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?