Thursday, February 23, 2006

 

Tilraun til útlitsbetrunar

Jæja nú skulu pæjur landsins vara sig því húsmóðirin í Hafnarfirði fór ásamt annarri húsmóður í Hafnarfirði í gær á förðunarnámskeið. Þar var lært að gera smoky og skyggingar o.s.v. Alveg bráðnauðsynlegt hverri konu. Spurning hvort næsta skref sé ekki bara Naglaskóli (??!?).
Þar sem heimilistölvan er í London ásamt eiginmanninum er því miður ekki hægt að setja inn nýjar myndir af fjölskyldunni myndalegu. Því meður. Erum annars bara búin að vera meðalfólk sósíalskedjúllega séð - tókst þó að afreka á einu og sama kvöldinu að fara í leikhús, borða á Sjávarkj., horfa á Eurovision í upptöku og spila Risk. Tilraunir til heimsyfirráða mislukkuðust þó algjörlega - að þessu sinni.
Hetja mánaðararins er Stína vinkona sem fæddi stelpu á fimmtudaginn var, 16 feb. Hún heitir Mía Lilja og er mjög mjög mikið krútt.

Innlegg: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?