Friday, April 28, 2006

 

Gleði gleði gleði.....

Það er engin smá stemning í bænum núna. Mikið að dimmisjón hópum að labba syngjandi niður Laugaveginn - geðveikt veður (samt ekki alveg 18° eins og á Egilsstöðum).

Húsfreyjan ætlar í sund með BBÁ og börnum eftir vinnu kl. 16 ef fröken Ingibjörg fellst á það að skrópa í fimleikana (enn eina ferðina).

Löng helgi framundan. Pizza og Latibær í kvöld. Nudd og happy hour á Nordica og B5 á laug, kannski kórtónleikar á sunnudag (fer eftir veðri, stemningu og heilsufari), afmælisbrönsj og væntanlegt verkalýðskaffi á 1. maí. Vonandi klikkar rigningarspáin þannig að það verður eitthvað hægt að vinna í garðinum og jafnel fara í kröfugöngu.

Frúin er loksins búin að kaupa mér Draumalandið þannig að von bráðar verður hún viðræðuhæf manneskja.

Gleðilega helgi esskurnar.

Innlegg:
Er mín bara alltaf á Nordica?
Komin með VIP passa á happy hour?

Ein græn af öfund...
 
Jebs - Maður verður svo gasalega happy eitthvað þegar það er happy hour. Alltaf að græða skiluru.

Svo er líka mjög sniðugt að fara að dansa í Final-Countdown-stemningu þegar maður er nýbúin að vera í nuddi og dekri. Vakna svo með harðsperrur í hálsi og verulega undir meðallagi í hressleika.

Nýtti þó sunnudaginn mjög vel í garðvinnu. Nottla alveg yyyyndislegt veður - allavega í Hafnarfirðinum.
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?