Wednesday, May 17, 2006
Afmæli
Afmæli, skafmæli, smjafmæli. Mikil afmælistíð nú í gangi hjá þessari fjölskyldu. Linnulaust hellast þau yfir mann hægri vinstri. Frúnni finnst húsmóðirin á Hringbraut alveg ótrúlega praktísk að hafa svo snilldarlega stillt dætur sínar inn á nálæga fæðingar/afmælisdaga þannig að hægt sé halda samafmæli. En allavega, hér með biðst frúin afsökunar á ófyrirgefanlegum dónaskap, andvaraleysi og fattleysi sínu; Árni Fr., Dísa, Jóna, Ásta: Sorry sorry að ég hringdi ekki - allavega ekki á réttum degi! Afinn fékk þó eina geit.
Og eitt enn. Frúin vill nota þetta tækifæri til að óska bónda sínum (sem nú er í 10 daga útstáelsi í Sviss og S-Afríku) innilega til hamingju með 10 ára sambúðarafmælið!!! Ójá fyrir 10 árum síðan byrjuðum við að "passa" íbúðina og köttinn í kjallaranum á Njálsgötu 100. Það er eins og gerst hefði í gær að frúin, sem þá var ljóska í viðskiptafræðinámi og starfsstúlka á skrifstofu Hampiðjunnar, skellti glyðrugöllum sínum og gjálífsglingri í svartan ruslapoka og flutti "tímabundið" og mjög óformlega að heiman. Nostalgía snjostalgía....
Innlegg:
<< Home
vá, hvað tíminn flýgur hratt... til hamingju með 10 ára sambúðarafmælið. Alltaf gott að hafa marga daga til að fagna.
eru komin 10 ár síðan sonurinn sá hvað kostaði að kaupa í matinn, það er það eina sem honum kom á óvart í prufu búskapnum, ég villtist inn á síðuna þegar ég sló inn ikea en sleppsti .is þá kom síðan ykkar upp.
Post a Comment
<< Home