Thursday, May 04, 2006

 

Fjegurra vetra...


... eða öllu heldur fjegurra ára upp á hár varð í gær stelpuskjátan okkar og grallaraspóinn hún Kata Vala.

Ójá nú er maður ekkert lengur hriggja ára heldur alveg fjörra ára. Fjórir puttar uppí loft fyrir alla þá sem á vegi hennar verða. Það var stolt stelpa sem úðaði í sig súkkulaðköku í gær (sem hún skreytti alveg sjálf af mikilli smekkvísi).
Er þá ekki bara alveg við hæfi að syngja að hætti Kötu:
Daginn í dag, daginn í dag
gerði drottinn Guð, gerði drottinn Guð.
Gleðjast ég vil, gleðjast ég vil
og fara í ferðalag og fara í ferðalag

Innlegg:
TIL HAMINGJU KATA KRÚTT :)
 
Til hamingju stóra stelpa... Tíminn flýgur hratt!
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?