


... og hjólin eru komin út. Eftir flísalögn, garðvinnu, sund og vorhátíð í Lækjarskóla á laugardaginn brá fjölskyldan undir sig betri fætinum og brunaði í massa innkaupaferð til höfuðstaðarins. Þar var m.a. fjárfest í hjólhesti fyrir Ingibjörgu og línuskautum fyrir húsmóðurina. Nú er sumsé bara hjólað og skautað út í eitt. Ingibjörg er ótrúlega lukkuleg með hjólið sitt bláa og hefur notað það óspart um helgina - tók tvo túra í dag: Setberg og fjöruna. Gaman gaman. Ekki náðust myndir af frúnni á skautunum en ef þið sjáið einhvern sem fer rooosalega hratt og gerir alls konar listir - þá hlýtur frúin að vera þar á ferð.
Hér fylgja nokkrar myndir frá helginni. Ef þið eigið leið um Austurgötuna get ég hiklaust mælt með kaffihúsinu á horninu fyrir framan nr. 36. Þar má kaupa bakkelsi og hressingu á spottprís - frí heimsending. Mjög góð þjónusta - enda aðstandendurnir yfirleitt mun fleiri en viðskiptavinirnir.
# posted by Audur Kristin @ 21:47