Sunday, June 04, 2006
Góða nótt

Nú er Inga Sóley farin að sjá um kvöldsöguna hjá Kötu og les hún nú Eldfærin, Þumalínu o.fl. ævintýri eins og henni sé borgað fyrir það kvöld eftir kvöld. Fyrir Kötu er það mun meira stuð að láta systu lesa heldur en að hlusta á mónótónískan lestur foreldranna - og stundum mjööög styttar útgáfur af sögunum. Þess vegna er engan veginn ásættanlegt að vera kysst góða nótt - alltaf allltof alltof snemma. "Lesa meira - lesa meira". En stóra systir stendur föst á sínu og er yfirleitt ekki til viðræðu um framlengingu.
