Sunday, June 25, 2006

 

Hátíðir

Þá er búið að halda upp á þjóðhátíðardaginn, fara á víkingahátíðinga (eins og sönnum Hafnfirðingum sæmir) og halda aðrar hversdagslegri hátíðir eins og aukaaukaextra-afmælisboð Katrínar.

Lítið varð úr útileguplönum helgarinnar vegna slappleika Kötu sem var með hita og "hóstasaft" á fim og fös. Svo var bóndinn enn á fullu að reisa múrinn svokallaða en það er massív girðing sem nú afmarkar lóðina. Vantar bara að við hleypum rafmaginu á hana og sleppum dóbermann hundunum lausum út í garð.

Nú á morgun hefst nýtt prógramm fyir frk. Ingibjörgu og í lok næstu viku ætti hún að kunna að leika og að leika sér. Nú er málið að fara snemma í háttinn til að vera vel stemmdur fyrir næstu 5 rigningardaga. Þeir sem eru búnir eru að kaupa sér ferð til sólarlanda eru vinsamlegast beðnir um að halda því fyrir sjálfa sig. Á þessum bæ ætlar fólk sko að þrauka (enda æslandik væking píbúl) - og vera sko tilbúin með carrot-extra-tanning-oil ef sólin skyldi heiðra okkur með nærveru sinni svo sem einn dag í sumar.
Posted by Picasa

Innlegg: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?