Jæja. Í dag skrapp fjölskyldan í Þjórsárdalinn og skoðaði sig um á Gaukshöfða, við Hjálparfoss - þar sem snæddur var hádegisverður, í Gjánni innar við gömlu Stöng o.fl. Í svona ferðum er gott að taka með leiðsögumenn þannig að mastersneminn í sagnfræði og fyrrverandi prófessorinn slógust í för og fræddu fjölskylduna (fáfróðu) um staðhætti. Í tilgátubænum hjá Gauki á Stöng fannst Kötu allra skrýtnast að það var ekkert sjónvarp. Hvers konar fjölskylda bjó þarna eiginlega?? Eftir hetjugönguna var farið í laugina og svo þegar gamlingjarnir höfðu stungið fjölskylduna af var farið í súpu og humar á Stokkseyrarbakka. Alveg hreint yndislegt.