Sunday, June 25, 2006
Villta vestrið

Þessa dagana er hún annars mjög öflug í alls kyns prakkarastrikum og uppátækjum, eins og t.d. að fara berfætt út á gangstétt og ætla sér að týnast, tússa á sig eða teikna með penna á hendur, handleggi, maga, fótleggi o.fl. o.fl. Ef foreldrarnir eru ekki hrifnir af uppátækinu er daman fljót að redda sér með því að segja annað hvort "þetta gerðist af sjálfum sér" eða svo er alltaf skothelt að kenna bara einhverjum öðrum um. Strákarnir á leikskólanum eru t.d. mjög mikið að rusla út hér heima og einum þeirra hefur meira að segja verið kennt um að naga táneglurnar á Kötu. Svo þegar henni er bent á að það sé ljótt að plata þá svarar hún: "Ég veit. En það má nú alveg grínast. Ég var ekki að plata - bara grrrínast". Ótrúlegir hæfileikar.
