Thursday, July 27, 2006

 

Gengið til kirkju

Það tók mikið á að koma fröken Katrínu allan lengsta gönguhringinn í Dimmuborgun. Hún kvartaði og kveinaði "ég get ekki labbið" - "mér er illt í fótnum" og svo var haltrað og hrunið á jörðina. Móðir, amman og aldraður afinn þurftu að skiptast á að hafa stúlkuna (18 kg.) á hestbaki og háhest og framan á maganum. Öllum brögðum var beitt til að tæla hana áfram en þau duguðu lítið þangað til hún fékk sérhannaðan göngustaf og fékk að stjórna öllum hinum, þ.e. hvenær skyldi gengið eða hlaupið eða stoppað. Á endanum var gott að hvíla lúin bök í jarðböðunum, sem eru algjör snilld.
 Posted by Picasa

Innlegg: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?