Monday, August 07, 2006

 

Árbæjarsafn



Ójá, mikil ósköpin sem húsmóðirin er fim í stultugangi. Greinilegt að 5 skipti í Vindáshlíð hafa haft eitthvað gagn. Þetta sannaðist í heimsókn í Árbæjarsafnið á dögunum.

Katrín Vala hefur greinilega verið diskódrottning í fyrra lífi því hún gat bara ekki hætt að dansa á diskógólfinu. Þegar allir voru búnir að prófa bílskúrsbandsgræjurnar var haldið áfram að frílista sig milli gamladagahúsanna og gat sagnfræðingurinn og mannvitsbrekkan í fjölskyldunni þá frætt ungviðið um lífið daglig dags í Reykjavík liðinna ára.

Ingibjörg er alveg föst á því að það hafi verið miklu skemmtilegra að vera barn í gamladaga þegar útvarpstæki voru rarítet og húsdýririn voru aldrei langt undan.
 Posted by Picasa

Innlegg: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?