Monday, September 25, 2006
Ég hef aldrei áður séð aðra eins gommu af reiðhjólum

Fjölskylda brá sér til Köben um síðustu helgi og átti þar 5 góða daga saman í rjómablíðu. Fjölskyldan fráa tók að sjálfsögðu "allan pakkann" og gerði allt það helsta sem maður gerir í Köben, þ.e. Tivoli (8 klst. samtals), dýragarður, Nýhöfn, Strikið... Fórum á alls konar rólóa og líka í alveg frábært vísinda / tilraunasafn, Experimentarium. Svo var bara spásserað, spókað, lallað og rölt. Í þessum frílisteringum sló Katrín Vala öll met í gönguþreki fjegurra vetra. Stelpurnar er alveg á því að þær vilja helst búa í Danmörku. Ekki á þessu "venjulega Íslandi". Sérlega skemmtilegt þótti þeim (og foreldrum þeirra) að koma í heimsókn til Gunna og Elvu og Matta og Marianne þar sem hægt var að leika sér í allskonar flottu dóti og leiktækjum. Fjölskyldan þakkar þessum vinum vors og blóma góðar samverustundir og veittar veitingar. Lifið heil.
Innlegg:
<< Home
Assgoti er húsbóndinn búralegur á myndinni. Eins og hann lumi á einhverju trixi uppi í erminni...
Velkomin heim, hlakka til að heyra ferðasöguna í stereo.
Velkomin heim, hlakka til að heyra ferðasöguna í stereo.
TEk undir með síðasta ræðumanni... hvernig er hægt að vera svona eðlilegur í útliti í rússíbana ;)
gugga
Post a Comment
gugga
<< Home