Friday, September 01, 2006
Selskapsfólkið Hr. Ei og Fr. Au
Jæja. Mikið var. Loksins er langþráður föstudagur runninn upp með sól í heiði og fólki á þönum. Nú stendur yfir selskapsvertíð hjá hjónunum í Hafnarfirðinum og er stefnan tekin á að afgreiða a.m.k eitt holl í hverri viku. Erum mikið í G-unum um þessar mundir, hittum tvo Gunna síðustu helgi og konur þeirra. Þessa helgi eru það Geir og Gaui og konur þeirra (sem sjá alfarið um skipulagningu þessa tveggja sólarhringa hittings með Frú Au). Svo er það Gunni (feiti) og bræður í Köben og aftur annar Gunninn sem þar býr. Því næst eru það Guðný og GÁsta og kallar þeirra. Svo finnst frúnni alveg kominn tími á hitting Pæjufélags Íslands með köllum og krílum og svo stendur til að matarklúbburinn verði líka í sept eftir sumarfrí, já og svo eru það eitthvað Hafnarfjarðarlið.....
Nei nei, það dugar engin leti hér. Ekki í boði að hangsa heima og slaka á með sínum nánustu (allavega ekki fyrr en það er búið að tengja pottinn). Það er mikið að gera og margir sem hjónin vilja hitta.
Þá er gott að eiga meðfærileg börn sem finnst bara stuð að fá að gista eða vera í pössun hjá vinum og ættingjum. Já einmitt, þá er líka gott að vera svo heppin að eiga svona góða vandamenn sem bjarga manni alltaf með pössun. Takk til ykkar allra.