Sunday, November 19, 2006
Lukkulegur laugardagur

Fjölskyldunni hlotnaðist í gær sá heiður að fá 18 daga gamlan son fjölskyldunnar Von Lyngenhag í heimsókn ásamt stóru systur sinni Ísold og stoltum foreldrum.

Um kvöldið hristi bóndinn svo dýrindis súsímáltíð út úr hægri erminni og ömmu og afa í h10 var boðið í japanskt kvöldverðarboð. Stelpurnar tóku þemanu misalvarlega eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
