
Hohoho Já já allt komið gang á heimilinu. Búið að baka og borða og klára og baka og kaupa og skipuleggja .... Mikil stemning í gangi og töluverður spenningur. Óskalistarnir verða lengri og lengri og væntingarnar líklega líka. Frúin reynir eins og hún getur að halda börnunum utan við kaupæðið (svo góð fyrirmynd :-)) og meira í rólegheitunum en það gengur nú svona undan og ofan. Framundan er massaprógramm fyrir dömurnar sem samanstendur m.a. af jólatónleikum, jólaleikriti, nokkrum jólaþorpsferðum í viðbót, hlaðborði, laufabrauðsgerð, piparkökuhússskreytingu og man ved ikke hvad.
# posted by Audur Kristin @ 23:19