Saturday, April 07, 2007
Halló halló

Það er helst að frétta af fjölskyldunni að nú er garðvinnan að komast í gang og við bíðum spennt eftir því að geta byrjað að byggja garðhús. Húsfreyjan er með miklar áætlanir um ræktun matjurta í garðinum og bíður einstaklega spennt eftir ca. 12 rúmmetrum af mold fyrir kartöfflugarðinn.
Stúlkurnar eru bara yndislegar og duglegar eins og þeirra er von og vísa. Nema hvað.
Katrín varð þó fyrir nokkrum vonbrigðum um daginn þegar það kom í ljós að óskirnar hennar myndu ekki rætast. Þegar hún frétti það að það væri hægt að óska sér einhvers ef maður missir augnahár fannst henni lausnin að öllum vandamálum heimsins vera í höfn. Það sem hún óskaði sér var:
1) Að maður þurfi aldrei að taka bensín á bílinn.
2) Að maður verði ekki gamall og fái ekki svona fullt af strikum í andlitið.
3) Að engin sem hún þekki deyi. Aðrir mega þó deyja.
Svo kom í ljós að bíllin þurfti víst bensín og amma Inga er ennþá gömul (!!??!) Svindl.
Páskarnir koma ekki á morgun heldur hinn og í gangi eru miklar vangaveltur um stærð og gerð páskaeggja. Gott að vera bara heima yfir hátíðirnar og slappa af og plebbast.