Tuesday, May 08, 2007
Mold mold mold
Þessi mynd var tekin á frídegi verkalýðsins. Lýðurinn á Austurgötunni fékk þó ekkert frí þar sem ráðist var í garðvinnu og hjálpuðust allir að við mokstur og aðra jarðvinnu. Eftir gott dagsverk fóru dömurnar í verkalýðskaffi til Hönnu frænku (þar sem voru í boði margir réttir - ekkert svindl) en bóndinn í vinnuna enda ekki hægt að búast við því að þessi frídagur eigi við bankamenn.
Svo er bara að bíða eftir því að það hætti að frysta á nóttunni til að hægt sé að hefja þennan vísi að sjálfsþurftarbúskap. Svo vantar bara búkollu á blettinn og púddur í kofann.