Tuesday, May 08, 2007

 

Nýtt lúkk


Eitt sem gleymdist í framtíðaráforma-listanum í fyrri færslu var að einn af draumum Kötu er að verða klippingarkona.

Laugardaginn síðasta (á meðan foreldrarnir voru víðsfjarri að spóka sig í útlöndum í góðri trú að börnin væru í öruggum höndum) ákvað Kata að reyna sig aðeins í faginu. Allt í einu birtist hún í eldhúsinu og spyr "Er hárið mitt búið að breytast?" Toppurinn farinn af og líka búið að snoða aftan á. Til allrar hamingju tókst að troða barninu að í 10 mínútna hádegishléi klippingarkonu einnar í Austurveri.

Innlegg:
Vissuð þið ekki að þessi klipping er það heitasta núna það mætti halda að allar sjálfstæðar ungar fimmára stelpur hafi kosið þessa klippingu það mættu tvær svona á leikskólnum hjá mér um daginn. kv. amma á Holtinu.
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?