Tuesday, July 24, 2007

 

Frú í fríi

Jæja, þá er frúin í fríi og eins og hennar er von og vísa skal enginn dagur ónýttur í letilíferni. Eymingja stúlkunum er dröslað út um hvippinn og hvappinn; á Árbæjarsafn, í Nauthólsvík, til Þingvalla, í grasagarðinn, húsdýragarðinn og hvur veit hvert.
Þær eru eflaust dauðslifandifegnar þegar rignir því þá er hugsanlega hægt að halda sig heima, baka eða fara í bíó eða bara kósa sig. Komnar með yfirsig nóg af ís, pikknikknesti og grilluðum pulsum.
Já það er sko ekkert grín að vera í fríi. Meira að segja bóndinn sem er ekki einu sinni í fríi fær ekki frið til að sinna sinni ofpökkuðu dagskrá. Hann er þvingaður til að taka sér tíma til að koma í frænkuheimsóknir og matarboð.
O sei sei já já sérdeilis skrýtin er hún þessi kvensa.
Posted by Picasa

Innlegg:
um að gera að njóta frísins. Ég var innipúki allt fríið og lá fyrir eins og kartöflusekkur í rúminu og bara sol og blíða úti allt fríið. Eitt er víst að ég ætla að vera frísk öll frí hér eftir :)
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?