Það er skrýtið að oft birtast ýmis konar dularfullar myndir inn á milli þegar myndum er dælt af myndavélinni í tölvuna. Um daginn kom t.a.m. tásusyrpa, þ.e. myndir af 9 ára tásum á grasi, tásum á kletti, tásum í stiga o.s. frv.
Einnig eru sjálfsandlitsmyndir með ofurglennt bros alltaf klassískar. Nú síðast voru það grænmetisgarðsmyndir og nokkrar sandkaffihúsamyndir. Meðfylgjandi eru tvær Ingumyndir.