Monday, July 02, 2007

 

Jónsmessunótt

Eins og það er nú yndislegt í firðinum er líka fínt að komast aðeins úr menningunni og út í guðsgræna náttúruna. Fjölskyldan tjaldaði til einnar nætur á fremur troðnu tjaldstæði í Sandártungu (á leiðinni inn í Þjórsárdal). Þar kynntist sú sem á erfitt með að sofa á nýjum stöðum ýmis konar menningu/ómenningu þar sem hægt var að heyra ALLT sem nágrannarnir ræddu um og skemmtu sér við langt fram eftir nóttu.









Áður en gengið var til náða í tjaldinu ákvað fjölskyldan þó að skreppa aðeins yfir í Landmannalaugar, svona bara til að líta í kring um sig fyrir háttinn.

Bóndinn fékk að reyna aðeins nýja gullmolann sinn og er frúin svona hægt og rólega að sættast við þessa nýju ást í lífi mannsins.

Það er nú ekki annað hægt en að vera sáttur við það að blússa um óbyggðir í gullkagga á sólbjartri jónsmessunóttu.
Posted by Picasa

Innlegg: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?