Monday, July 02, 2007
Jónsmessunótt
Áður en gengið var til náða í tjaldinu ákvað fjölskyldan þó að skreppa aðeins yfir í Landmannalaugar, svona bara til að líta í kring um sig fyrir háttinn.
Bóndinn fékk að reyna aðeins nýja gullmolann sinn og er frúin svona hægt og rólega að sættast við þessa nýju ást í lífi mannsins.
Það er nú ekki annað hægt en að vera sáttur við það að blússa um óbyggðir í gullkagga á sólbjartri jónsmessunóttu.