
Eins og systra er siður þá fengu Borgfirðingar heimsókn frá húsmæðrunum af Álfaskeiðinu og Horimeritsje (soon to be eitthvað annað þorp með álíka skrýtnu nafni) og þeirra börnum.

Þegar búið var raska ró Bifrestinga með massaólátum í sundinu og borða 15 pylsur voru allir saman drifnir með í göngu að Hreðavatni þar sem grillaðar voru aðrar 20 pyslur í Jafnaskarsskógi.

Það er víst ýmislegt fagurt að sjá í Borgarfirðinum þegar maður er ekki að dríííífa sig út úr bænum eða drííífa sig heim eftir ferðalag.
# posted by Auður @ 16:33