Thursday, August 30, 2007
Mikil drulla mikið gaman
Svona voru vinkonurnar eftir að hafa tekið upp grænmetið og kartöfflurnar úr skólagörðunum.
Þær voru sendar labbandi heim og spúlaðar (slangaðar) með garðslöngunni.
Húsmóðirin varð reyndar líka töluvert moldug nema hún reyndi að hlífa andlitinu og lagningunni eins og sönnum frúm sæmir. Ekki tókst eins vel til með að hlífa frúarbílnum sem er orðinn eins og drullurallíbíll að innan.