Tuesday, September 25, 2007

 

Frau Lungenbölgen ritar

Það hafa bara ekki verið teknar neinar myndir af fjölskyldunni síðan ég veit ekki hvenær (sem eru hæfar til birtingar) þannig að hér hanga alltaf sömu bloggfærslurnar.

Lítil í gangi annars á Istegade fyrir utan veikindi og volæði húsmóðurinnar sem er búin að næla sér í lungnabólgu. Ekki gaman. Frúin er sumsé búin að liggja uppi í sófa með hitapoka og hlusta á RUV 1 síðustu daga og móka. Þrusugóð dagskrá samt verður að viðurkennast.
Lungnabólgan og vandræði og vinnutap vegna hennar gjaldfærist á matjurtagarðinn þar sem frúin var að bisa við að flokka kartöfflur og koma þeim í geymslu hjá tengda-afa og ömmu þegar hún forskalaðist (eða forkelaðist fyrir þá sem sáu ekki Sódómu). Karöfflurnar, eru samt bara asskoti flottar; bláar, svartar og í fleiri litum, verða því dýrari og dýrari eftir því sem líður á þessi veikindi. Það er eins gott að neytendur þeirra átti sig á því striti, svita og tárum sem hafa farið í framleiðslu þeirra.
Það hefur því ekki verið sett í þvottavél á heimilinu síðan áður en hjónin brugðu sér til Boston og heimilið er allt í niðurníðslu. Sunnudagsmaturinn um daginn var bollasúpa. Lagningin í rúst og börnin sjálfala.

Bóndinn er eins og hans er von og vísa einhvers staðar í útlöndum. Þegar granni einn spurði hvar maðurinn væri núna gat frúin, sem var í hitamóki og veikluvolæði, engan vegin munað hvar hann væri. Hann fer sínar eigin leiðir og skilar sér svo yfirleitt heim á tilsettum tíma.

Innlegg: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?