Já auðvitað ætti frúin að rita hérna stórskemmtilega frásögn af jólum fjölskyldunnar en eins og sakir standa þá hefur hún bara ekki nennu í það núna.

Það er bara búið að vera mjööög mikið að gera. Búið að hitta marga, renna mikið á sleða (ekki búin að brjóta eina einustu snjóþotu meira að segja) og spila og hitta vini og fjölskyldu, borða mikið úti og inni og heima og á öðrum heimilum.

Næstsíðasta boðið er svo á morgun, gamlárskvöld, hér á Austurgötunni og svo uppi á Eyrarholti á nýjársdag.
Au revoir á nýju ári.
# posted by Auður @ 00:44