Wednesday, January 16, 2008

 

Af systrum

Janúar hefur verið rólegheitatími hjá familien Von Austenstrase. Töluvert búið að kósa sig, lesa og liggja í heiladauða og horfa á einhverja djöfuss vitleysu. Bóndinn vinnur auðvitað sem aldrei fyrr. Hefur verið "grándaður" í tvígang af bankastjóranum þegar til hefur staðið að fara til útlanda.
Stína vinkona er hetja mánaðarins þar sem hún ól hina guðdómlegu Evu Lóu 10. jan. Húrra fyrir henni.
Svo hafði Kata troðið sér í gistingu hjá Göggu og Stulla fyrir nokkru og eftir margendurtekna niðurtalningu rann stóri gisti-dagurinn upp á laugardaginn síðasta. Gistinginn gekk að óskum eins og von var og vísa þegar Kata og eðalhjónin á Lynghaganum eru annars vegar og þeirra yndislegu börn, Kata er auðvitað ekkert að sitja á skoðunum sínum og lætur vita ef hún er ekki nógu sátt ( hún lét t.d. í ljós álit sitt á fremur illa útlátnum nammiskammti sem hún og Ísold sem er tæplega þriggja ára fengu).
Kötulausir foreldrarnir tóku þá bara skemmtilegt "stórustelpu-kvöld" (fórum á Dugguholufólkið, út að borða og keyptum ís) með Ingu sem fannst ekkert leiðinlegt að vera án litlu systur.
Í gær var Inga með vinahóp þar sem fimm krakkar úr bekknum hittast og gera eitthvað saman. Kötu tókst að sjálfsögðu að troða sér í allt sem krakkarnir gerðu og fannst hún algjörlega vera ein af hópnum ef ekki bara aðalstjarnan í hópnum.
Nú er búið að bjóða Stjörnuhóp á Laut í náttfatapartý á föstudaginn frá 5-7. Það er bara allt of langt að bíða til afmælisins til að bjóða öllum í hópnum heim saman. Það verður vonandi gaman.

Innlegg: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?