
Jæja, undur og stórmerki gerast enn. Frúin bloggar. Að sjálfsögðu hefur margt og mikið gerst síðan síðast var færð hér inn færsla.
Það er búið að fara til Akureyrar í heimsókn til tveggja vinafjölskyldna sem þar búa.
Það er búið að fara í sumarbústaðarferð í Brekkuskóg.
Það er búið að fæðast nýtt barn í stórfjölskylduna. Húrra fyrir Emelíu og til lukku Signý, Ingvi, Anna og Birna!!

Það er búið að plebbast heil ósköpin.
Og svo er búið að fara í tveggja vikna ferð til NY og Dóminíska lýðveldisins, eins og meðfylgjandi myndir sýna.
Það var ekki mjög leiðinlegt.

Eins gengur og gerist þegar fólk á sjötugs og áttræðisaldri ferðast langar vegalengdir í rakt loftslag og er e-ð slappt fyrir þá vill það henda að það lendi inn á spítala í svo sem eina nótt en það þarf nú ekkert að skemma neitt stemninguna, sem var bara nokkuð góð.
# posted by Auður @ 20:27