
Mælum með Árbæjarsafni fyrir þá sem eiga 1000 klst. lausar með börnunum sem þeir hafa ekkert að gera við (þ.e. klukkustundirnar). Þar er m.a. mjög skemmtileg leikfangasýning sem er alger snilld fyrir þolinmóða foreldra.

Svona var frúin heppin um daginn þegar hún var á ferðinni um klettinn EINMITT þegar tvær stúlkur komu stökkvandi out of nowhere.
Frúin fagnaði fyrst sumarfrísdegi húsbóndans heima um daginn (ásamt því að hún var orðin 50% óstarfhæf vegna óléttu) með því að koma heim með súsí sem fjölskyldan þurfti að berjast um við geitunda nokkra sem halda til í garðinum í tonnavís.

Í Hvaleyrarvatni þar sem Katrín Vala ætlaði einu sinni að skipta um haus (ég er í blautum buxum - ég þarf að skipta um buxur, ég er með blautan haus - ég þarf að skipta um haus)
# posted by Auður @ 18:51