Saturday, August 23, 2008

 

ber og blómi

Nú er haustuppskeran farin að berast í hús. Frúin búin að nota helling af rabarbara og jarðarberjum og sulta heil ósköpin úr rifsberjum, bláberjum, sólberjum o.fl. Inga er reglulega send upp á klett til að plokka upp nokkrar kartöfflur með soðningunni og kál til að hafa með matnum.


Reyndar gleymdi frúin sér aðeins gleymt í góða veðrinu og á meðan hún var að tana sig í drasl með bjugaðar bífurnar upp á bekk þá ónýttist nokkuð af káli upp á kletti og varð náttúruöflunum að bráð. Jæja, því verður þá bara breytt í mold sem fær uppskeru næsta árs til að dafna betur.

Lítið kríli virðist annars líka dafna prýðilega, nú á 38. viku. Allavega er móðirin farin að mæðast allverulega þó að ekki sé hægt að kvarta undan heilsuleysi hennar enn sem komið er a.m.k.
Posted by Picasa

Innlegg:
Þú ert flottust;)

Gangi þér og ykkur vel í fæðingunni ef þriðja dóttirin ákveður að kíkja í heiminn áður en ég heyri í ykkur.

Vonandi að þið sleppið við verkfall ljósmæðra 7,9,13!

bíð spennt eftir að kynnast lítilli prinsessu.
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?