Monday, August 18, 2008

 

Halló Hafnarfjörður 2008

Óþarfi að rolast einn í bænum þó maður fari ekki á útihátíð um verslunarmannahelgina. Þessum krökkum fannst t.d. alveg upplagt að fara bara að veiða í Hafnarfjarðarhöfn, í grillpartý til Kiddýjar á Ægisgötu og svo fengu stærstu eintökin þrjú að gista í garðhúsinu.


Svaka stuð hjá þeim. Ekki mikið sofið á efri hæðinni á Austurgötunni þó. Þar var frúin í taugakasti, nánast límd við gluggann alla nóttina og vaknandi við hvert örhljóð, haldandi að þar væri á ferð grátandi barn í tremmakasti innan um fyllibyttur Hafnarfjarðar.

Posted by Picasa

Innlegg: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?