Monday, August 18, 2008

 

Hringurinn júní-júlí 2008

Frúin tekin til við að tvista eftir sumarfrí. Nú á að bæta upp fyrir bloggleti mikla sem hrjáð hefur frúna í sumar.


Fjölskyldan byrjaði sumarfríið með tveggja vikna hringferð um landið í júní/júlí.
Í ferðalaginu:
sáum við kettling synda yfir á,
sáum við hund spila fótbolta,
sigldum við á kajak á Seyðisfirði,
fórum við á hestbak í Hallormsstaðarskógi,
keyrðum við niður jarðgöng undir Kárahnjúkastíflu (í öruggri fylgd Björns frænda)
sáum við ýmis misvillt dýr, s.s. hreindýr og mink hlaupa yfir veginn
tróðum við okkur inn á vinafólk á Akureyri
fór fjölskyldan einnig í þrjár heimsóknir á Flateyri (í öruggri fylgd foreldris, þ.e. Ingu sem er reyndar systir áðurnefnds Björns),
hlustuðum við mjööööööööööög mikið á Pál Óskar, sem er einmitt í miklu uppáhaldi hjá ónefndri stúlkukind,
auk þess sem fjölskyldan naut náttúrufegurðar landsins í botn.





.
Í ferðinni prófaði fjölskyldan svo að sjálfsögðu nokkrar sundlaugar eins og hennar er von og vísa; á Höfn, á Egilsstöðum (3x), á Eskifirði, í Selárdal í Vopnafirði, á Akureyri, á Hólmavík, á Bolungavík, í Borgarnesi, auk þess sem við dýfðum tánum í græna slím-laug í Mjóafirði.



























lkj






























Innlegg:
SUERTE FAMILI.........
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?