Friday, September 12, 2008

 

Gullkorn

Það fór nú ekki mikið fyrir fagnaðarlátum hjá Kötu Völu þegar móðir hennar og litla systir komu heim af spítalanum. Á leiðinni úr skólanum rakst hún á Birnu frænku sína með sína tvo snáða og tróð sér upp á hana. Eftir að líða tók að kvöldmat fór móðirin umhyggjusama að hafa áhyggjur af stúlkunni (og hélt að nú hlyti dóttirin að vera orðin sturluð af söknuði) og hringdi í Birnu. Í símtalinu áttaði Kata sig á því að móðirin vildi fá hana heim og sagði þá hátt og skýrt: "Nei nei ég vil ekki fara heim strax. Ég vil líf og fjör og læti. Ekki alltaf svona suss suss lillan er sofandi". Þar hafið þið það gott fólk.

Hér til vinstri sjáið þið nýjustu tækni í bófavörn sem Kata kom sér upp í morgun áður en hún fór í skólann. (Hún er sko mjög stolt af því hversu flott hún getur búið um rúmið sitt.) "Sko, ef það koma bófar eða villingar hingað inn þá geta þeir ekki komið inn í herbergið mitt til að skemma neitt því þeir detta um gildruna".
Fleiri gullkorn frá síðustu dögum:

"Passaðu þig ég er alveg að fara að slefa blóði" - eftir að hafa bitið í tunguna með miklum dramatilþrifum.

"Ég er svo svöng að ég finn garnirnar gaula í hvert skipti sem ég blikka augunum."

"Ég er búin að drekka svo mikið [malt] að ég er næstum því orðin full."
Posted by Picasa

Innlegg:
Ég er í kasti, Kata Vala er snillingur, átt að skrifa um hana bók!
En og aftur til hamingju með Humpty...verðið að skíra prinsessuna áður en þetta nafn festist við hana!
Kærar kveðjur ofan úr Bjarnabæ!
Magga Gauja
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?