Thursday, September 18, 2008

 

Öldin önnur

Það eru ekki nema rúmar tvær vikur síðan fjölskyldan Austurgötu 37 taldi fjóra einstaklinga.
En nú er öldin önnur. Erum orðin fimm. Fullur bíll (nú hugsar bóndinn "ehhee, nauts mah´r minn bíll tekur nú eitthvað aaaaðeins meira skohhh").
Þessi týpísku fjölskyldutilboð og fjölskyldupakkar munu í framtíðinni ekki nægja þessari tilteknu fjölskyldu.

Til dæmis verður ekki lengur hægt að miða við sólarlandaferðatilboðin sem miða iðulega við hjón með tvö börn á aldrinum 2-11 ára) - ekki það samt að fjölskyldan fari eitthvað að for-plebbast við þessa síðustu viðbót og fari að stunda pakkaferðalög.
Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru af fjegurramannafjölskyldunni í ágúst.
Posted by Picasa

Innlegg: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?