Tuesday, September 30, 2008

 

Snæfríður Snjólaug

Lillan, dúllan, Gyðríður Gæflaug, Snæfríður Snjólaug .......... Hin ýmsu nöfn, ónefni og ekki-nöfn hafa verið notuð um litlu manneskjuna. Foreldrar hennar hafa ekki ennþá komist að niðurstöðu um nafn þannig að svarið við spurningunni "Hvenær ætlið þið að skíra/nefna?" er sumsé enn sem komið er "Veit ekki".
Sú stutta dafnar annars bara vel. Sefur eins og steinn flestar nætur og heldur foreldrum sínum í formi flest kvöld með því að láta ganga um gólf með sig, sussa, hossa og svona-svona. Líklega einhvað magavesen í gangi sem vonandi gengur yfir.
Þessar myndir eru reyndar vikugamlar. Barnið er nefninlega svo útsteypt í hormónabólum þessa dagana að það er eins og óheppið fermingarbarn í framan - nánast óþekkjanlegt. Sjáum til hvort við tökum upp myndavélina á næstunni og birtum myndir af henni í þessu ástandi.
Posted by Picasa

Innlegg:
Til hamingju með litlu prinsessuna
við förum að kíkja við bráðlega
kær kveðja frá fjölskyldunni á Kambsveginum
 
Hæ hæ elsku fjölskylda... nú förum við að líta við svona þegar maður nær að slíta sig frá endalausum fréttatímum! Fékk nú nett sjokk að sjá nafnið í fyrirsögninni ;-) Knús til ykkar allra frá nágrönnunum í Firðinum Ástu og Ingimari
 
Mér finnst nú alveg óumdeilanlegt að þessi fallega stúlka muni heita Guðrún Helga, Helga Guðrún, Sturlína Guðrún eða Guðrún Sturlína.
Það er nú bara skoðun konu sem er á góðri leið með að verða þriggja barna móðir...
 
Þar sem þú ert kona ekki einsömul er nú gott að eiga svona fögur nöfn í pokahorninu. Ég kann nú allavega ekki við að stela frá ykkur Sturlínu-nafninu.
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?