Thursday, October 30, 2008

 

Framúrskarandi hagsýni

Nú er frúin á Austurgötunni orðin hagsýn húsmóðir og velur nú helst allt íslenzkt. Það er bakað hægri vinstri, uppskera garðsins nýtt og nú síðast eldaði hún lambahjörtu. Hjörtun brögðuðust afar vel með rjómasósu og sultu og voru húsráðendur í skýjunum yfir því hve svona dýrleg máltíð kostaði lítið. Á meðan runnu kjúklingabringurnar og salatpokinn út í ískápnum og það gerðu fleiri matvæli sem týndust á bak við allan þjóðræknis- og sparnaðarmatinn.
Til að spilla ekki rjómahálfpotti að óþörfu brá húsmóðirin á það ráð að baka vöfflur -Vilko-vöfflur að sjálfsögðu. Maður vill nú ekki ræna störfum frá fólki með því að blanda deigið sjálfur. Á myndinni sést hvernig Ingibjörg sýnir hagsýna hugsun og sparar rafmagn með því að þeyta rjómann í höndunum með hand-handþeytara frá langömmu sinni.

Smelli svo með einni mynd af ungbarninu.
Posted by Picasa

Innlegg:
Vá hvað sú litla hefur stækkað síðan í bústaðnum. Er hún í akkorði?
P.S.
Þetta með salatpokana er samsæri heimsins gegn heimilunum. Ef pokarnir eru ekki myglaðir þegar þeir eru keyptir, þá eru þeir örugglega myglaðir þegar á að nota þá.
 
þess vegna er best að kaupa salat í boxunum ;)=

Sterkur systrasvipur með þessum þremur í Hafnarfirðinum....

Er ekki málið að fara í göngutúr í miðbæ stórborgarinnar í vikunni og kíkja á Súfistann í Iðu?
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?