
Hér eru Fögrukinnarsystur í vöffluheimsókn. Það verður að segjast að það er töluverður munur á því sem fröken Emelía (8 m) getur og kann og því sem litla rækjan okkar (2 m)getur. Það reynist henni (þ.e. okkar dömu) t.d. fremur erfitt að halda þessum risavaxna haus uppi. Nú standa yfir þrotlausar hálsæfingar - sem eru ekki alltaf mjög skemmtilegar. Svo eru þroskaleikföngin hrist framan við hana í tíma og ótíma. Stóru systurnar sjá aðallega um það.

Eftir hálft ár stefnum við að því að hún geti gengið afturábak, farið heljarstökk með tvöfaldri þyrluskrúfu og svo verður hún að sjálfsögðu altalandi á serbó-króatísku og víetnömsku.
# posted by Auður @ 11:14