Sunday, December 07, 2008

 

Elín Helga

Eftir miklar vangaveltur og viðhættanir var ákveðið að stúlkan skyldi heita Elín Helga og var hún skírð til kristinnar kirkju af sr. Sigríði 30. nóv sl. Þá er ekki hægt að skipta meira um skoðun og öll hin nöfnin farin down the drain. Elín er sumsé út í loftið en Helga var amma húsmóðurinnar. Stúlkan stóð sig með stakri prýði og var eins og hugur manns allan daginn - enda sosum ekki við öðru að búast.
Ingibjörg fékk það hlutverk að segja söfnuðinum nafnið en Katrín var kerta-stúlka dagsins (gæti það e.t.v. verið ávísun á Oroblu-stúlka framtíðarinnar eða kannski Séð og heyrt stúlkan???? - innskot húsmóður). Þó að við fyrstu heyrn hafi Katrínu fundist þetta heldur asnalegt nafn þá venst það ótrúlega vel.

Ragnar og amma Ólöf voru vottar og munu þau sjá um að tryggja stúlkunni kristilega leiðsögn í framtíðinni. Já sálarheill barnsins er í þeirra höndum - sem er nú alls ekki svo slæmt.

Húsmóðirin nennir ekki að birta myndir af öllum gamlingjunum í veislunni heldur smellir hér inn mynd af systrum og systrabörnum stúlkunnar. Atli var þó fjarri góðu gamni því hann var á sama tíma að vinna Íslandsmeistaratitil í skylmingum. Þarna sannast að með því að leyfa börnum að nota sverð, spjót (sem sumir vilja flokka sem ofbeldisleikföng) er maður bókstaflega að hvetja börn til íþróttalegra stórvirkja.
Posted by Picasa

Innlegg:
Til hamingju með nafnið Elín Helga. Fallegt nafn sem mamma og pabbi hafa valið þér.

kv. frá liðinu í Skálaheiðinni
 
Til hamingju með nafnið og takk fyrir frábært matarboð um daginn
kv Elva & Gunni
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?