
Hér er hann Flóki í heimsókn með eigendum sínum Unnari og Atla. Flóki er af ég-veit-ekki-hvað tegund og alveg massasætur. Það má segja að gæludýra-pressan á heimilinu hafi aukist nett mikið við þessa viðbót á Álfaskeiðið enda engan vegin sanngjarnt að Fögrukinnarsystur eigi labradorinn Töru (og einu sinni meira að segja tvo hunda + ketti) og Álfaskeiðsbræður hund + ýmis konar tilraunadýr í fiskabúri. Já gæðum heimsins er greinilega mjög svo misskipt.
# posted by Auður @ 23:56