Thursday, February 05, 2009

 

Bílapirr

Í hörkufrosti og snjó er gott að eiga góðan bíl. Stóran, hlýjan fjölskyldubíl. Þó svo að skotthurðin frjósi stundum þá bíður maður bara aðeins með að setja vagninn inn. Góður bíll samt. Sérstaklega skemmtilegt finnst húsmóðurinni þegar báðar afturhurðirnar frjósa líka og maður þarf að fara með þrjú börn (þar af eitt í smábarnabílstól) á milli staða. Mjög hresst.

Innlegg:
Eins gott að maður vinnur ekki hjá Toyota. Spurning hvort svona "níðskrif" séu ekki brottrekstrarsök þar á bæ.
 
Spurning um að ræða aðeins við Halldóru - hurðirnar frjósa nebblega líka hjá henni og hefir hún þróað ákaflega árangursríka aðferð sem felur í sér að skríða inn og út um glugga (eða skott).
Mæli með þessu (hún hefur nefnilega frosið föst inni í bílnum...).
 
er þetta svona Lemmoncée klúbbavandamál kannski... sama vandamál verið hér á bæ í fjölda ára með Toyotuna.
Afturhurðir opnast en svo lokast þær ekki aftur... þá er annaðhvort að láta bílinn ganga og hita vel svo hægt sé að loka, eða eins og yfirleitt er gert...sjóðandi vatn í poka sem ég læt ofan í poka (nota stundum hitapoka) og held upp að svæðinu utan og innan á til að bræða klakann... og svo auðvitað læsi ég ekki bílnum í frosti, því þá kemst ég ekki heldur inn í hann að framan :) hélt þetta hrjáði bara svona öldunga eins og Fjölli minn er.
gugga

p.s. klúbbamyndir inni á klúbbablogginu og í fullri upplausn inni á shutterfly ´síðunni
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?